Hann sagði að mennirnir hafi viljað komast yfir peninga sem faðir hans átti að sögn að hafa falið víða um bæinn.
Lögreglan hóf strax umfangsmikla leit að mannræningjunum og öllu sem hægt var var tjaldað til við rannsókn málsins. En þrátt fyrir mikla rannsóknarvinnu tókst lögreglunni ekki að finna eina einustu sönnun þess að Brandon hefði verið rænt.
Þegar upptökur úr eftirlitsmyndavélum, á þeim stað þar sem Brandon sagðist hafa verið rænt, voru skoðaðar sást hann ekki né meintir mannræningjar.
Rannsóknin endaði með að þann 17. janúar var Brandon handtekinn, grunaður um að hafa skýrt rangt frá. Við yfirheyrslur játaði hann að hafa logið til um mannránið til að þurfa ekki að mæta í vinnuna á dekkjaverkstæðinu sem hann starfar á. Hann sagði jafnframt að faðir hans hefði ekki falið peninga víðs vegar um bæinn.
Það þarf kannski ekki að koma á óvart að þegar upp komst um málið var Brandon rekinn úr vinnunni. Hann á ákæru og refsingu yfir höfði sér.