fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Danska lögreglan fann 440 kíló af hassi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 07:50

Hass. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á sunnanverðu Sjálandi og Lálandi og Falstri lagði á þriðjudaginn hald á 440 kíló af hassi og 1,1 milljón danskra króna í reiðufé í umfangsmikilli aðgerð í Nakskov. Sex voru handteknir vegna málsins.

„Miðað við það sem fram kom í fyrstu yfirheyrslum og í rannsóknaraðgerðum okkar teljum við að hér sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og miðað við magnið af hassi, sem hald var lagt á, erum við sannfærð um að efnið er ætlað fyrir miklu stærra markaðssvæði en Nakskov,“ hefur BT eftir Kim Kliver, yfirlögregluþjóni.

Hin handteknu eru á aldrinum 20 til 60 ára. Fjöldi húsleita fór fram. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir sexmenningunum í gær og varð dómari við þeirri kröfu.

Rannsókn málsins er langt frá því lokið og sagði Kliver að hún beinist nú að því að finna höfuðpaurana. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú