„Miðað við það sem fram kom í fyrstu yfirheyrslum og í rannsóknaraðgerðum okkar teljum við að hér sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og miðað við magnið af hassi, sem hald var lagt á, erum við sannfærð um að efnið er ætlað fyrir miklu stærra markaðssvæði en Nakskov,“ hefur BT eftir Kim Kliver, yfirlögregluþjóni.
Hin handteknu eru á aldrinum 20 til 60 ára. Fjöldi húsleita fór fram. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir sexmenningunum í gær og varð dómari við þeirri kröfu.
Rannsókn málsins er langt frá því lokið og sagði Kliver að hún beinist nú að því að finna höfuðpaurana.