fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Sex handteknir í Kína fyrir að „móðga“ hermenn sem féllu í átökum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 19:05

Indverskir hermenn nærri kínversku landamærunum. Mynd: EPA-EFE/STRINGER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex, hið minnsta, voru handtekin víða um Kína fyrir að ófrægja fjóra hermenn sem létust í blóðugum átökum kínverskra og indverskra hermanna á landamærum ríkjanna í júní á síðasta ári. Fólkinu var haldið í allt að 15 daga. Þá hefur fólki, sem býr erlendis, verið hótað fangelsisvist þegar og ef það snýr aftur til Kína.

CNN skýrir frá þessu og segir að kínverskir ríkisfjölmiðlar hafi rekið áróður þar sem látnu hermennirnir eru sagðir vera píslarvotta. Á valdatíma Xi Jinping, forseta, hafa yfirvöld tekið hart á þeim sem gagnrýna þjóðhetjur eða gagnrýna opinbera afstöðu til þeirra.

Fyrir þremur árum voru lög samþykkt sem banna fólki að „móðga eða bera út róg um hetjur og píslarvotta“. Áður þurfti að reka einkamál vegna slíkra mála en með lögunum varð þetta refsivert og liggur allt að þriggja ára fangelsi við brotum á lögunum.

Átökin á landamærunum voru þau hörðustu í rúmlega 40 ár en bæði ríkin gera tilkall til yfirráða í Galwandalnum í Himalayafjöllum. Í átökunum í júní féllu að minnsta kosti 20 indverskir hermenn en Kínverjar skýrðu fyrst frá því í síðustu viku að fjórir hermenn úr þeirra röðum hefðu fallið. Nýlega bárust tíðindi af að bæði ríkin hefðu fallist á að kalla hermenn sína frá hinu umdeilda svæði til að forðast að til frekari átaka komi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“