fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

NASA birtir nýjar myndir frá Mars – „Þetta er svo sannarlega yfirborð framandi heims“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 21:00

Framandi heimur sagði verkfræðingurinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Perseverance, Marsbíll bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, lenti heilu og höldnu á Mars síðasta fimmtudag og byrjaði strax að senda myndir og aðrar upplýsingar til jarðarinnar. Á fréttamannafundi í gær birti NASA nýjar myndir sem höfðu borist frá Perseverance og sagði einn verkfræðinganna, sem vinna að verkefninu, þá: „Þetta er svo sannarlega yfirborð framandi heims – og við erum bara nýlent.“

Fram kom að bíllinn sé búinn að senda 30 gígabæti af gögnum til jarðar auk 23.000 ljósmynda.

NASA birti fyrstu myndina frá bílnum nokkrum mínútum eftir að hann lenti eftir sjö mánaða ferðalag. Lendingin var gríðarlega flókin í framkvæmd og ekkert var hægt að gera héðan frá jörðinni til að hafa áhrif á ferlið vegna þess að það tekur útvarpsmerki tæplega 12 mínútur að berast á milli plánetanna. En allt gekk þetta upp eins og lagt var upp með og þetta rúmlega 2 milljarða dollara verkefni gat því haldið áfram.

Perseverance lenti í Jazero gígnum en þar var áður vatn. Ætlunin er að bora niður í jarðveginn og taka jarðvegssýni sem geta hugsanlega sýnt merki þess að líf hafi þrifist á Mars eða þrífist jafnvel enn.

Svona lítur Mars út. Mynd:NASA

19 myndavélar eru á bílnum og því er hægt að mynda landslagið á Mars meira og betur en nokkru sinni áður. Bíllinn er einnig með fullkomið stýrikerfi sem hjálpar honum að forðast steina og gil, margvíslegan vísindabúnað til rannsókna og einnig er lítil þyrla með í för en hún verður fyrsta flugfarið til að fljúga á annarri plánetu.

Hér sést hluti af Perseverance. Mynd:NASA

Jarðvegssýnin, sem verða tekin, verða ekki öll rannsökuð strax því þau verða sett í hylki sem verða innsigluð og skilin eftir á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þau verða sótt síðar. Enn er unnið að útfærslu þess verkefnis og ekki er vitað hvenær það verður.

NASA hefur einnig birt fyrstu hljóðupptökuna frá Mars þar sem vindur heyrist blása.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót