fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

WHO segir að hugsanlega hafi kórónuveiran ekki átt upptök í Kína – Beina sjónum sínum að öðru Asíuríki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 05:10

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nánast frá upphafi kórónuveirufaraldursins hefur verið rætt um að hann eigi upptök sín í Wuhan í Kína. En nú setur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO spurningarmerki við þessa útgáfu og beinir sjónunum að Taílandi. Nánar tiltekið Chatuchakmarkaðnum í Bangkok en þar er hægt að kaupa allt frá afrískum kattardýrum til suðuramerískra flóðsvína.

„Það er einmitt markaður eins og Chatuchak sem við horfum skelfingaraugum á því blóð, saur, slef, feldur og allt mögulegt annað, sem getur innihaldið veirur, kemst í snertingu við mörg önnur dýr og fólk,“ sagði Thea Kølsen Fischer, læknir hjá WHO og prófessor í veirusjúkdómum, í samtali við Politiken. Hún er í teymi WHO sem fór til Wuhan fyrr í mánuðinum til að reyna að afla vitneskju um upptök faraldursins. Hún telur miklar líkur á að Chatuchak-markaðurinn sé upptakasvæðið.

Nýja kenning WHO gengur út á að kórónuveiran hafi átt upptök þegar leðurblaka smitaðist af veirunni og frá henni barst hún til annarra dýra og síðan til manna. Því næst hafi veiran ratað til Wuhan með smituðu dýri frá Chatuchak-markaðnum, sem var selt þaðan til Wuhan, eða þá að manneskja smitaðist í Chatuchak og fór síðan til Wuhan.

Chatuckak-markaðurinn er stærsti helgarmarkaður heims og koma mörg þúsund manns þangað um hverja helgi til að kaupa framandi dýr. Margir sérfræðingar hafa áður bent á að markaðurinn sé fullkominn útungunarstaður nýrra og hættulegra veira. Nú telur WHO líkur á að heimsfaraldurinn hafi átt upptök sín þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni