Vísindamenn hafa lengi klórað sér í höfðinu yfir þeim og velt fyrir sér hvaða kraftar náttúrunnar gætu verið á bak við þetta. En nú hafa þeir fundið svarið segir í umfjöllun CNN.
Rússneskir vísindamenn sendu dróna niður í 30 metra djúpan gíg á Yamalskaga og tóku margar myndir. Með þessu gátu þeir síðan endurgert þetta dularfulla og jafnvel óhugnanlega náttúrufyrirbæri í þrívíddarmódeli. Það sýnir að á botni gígsins eru litlir hellar sem leiddu vísindamennina að þeirri niðurstöðu að þær hefðu myndast af völdum gasbóla í sífreranum. Eftir því sem þessar bólur stækka rís landið og á ákveðnum tímapunkti verður þrýstingurinn of mikill og þær springa og skilja eftir sig stóra gíga. Vísindamennirnir telja að þessar gasbólur myndist vegna loftslagsbreytinganna. Hlýnandi loftslag hafi veikt yfirborðið og þannig auðvelda metani að leka út og að lokum springa.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Geosciences.