fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Telja sig hafa leyst gátuna um stóru gígana í Síberíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 06:59

Einn af gígunum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftsteinar, eldflaugaárásir, geimverur. Þetta eru bara nokkrar af þeim skýringum sem hafa verið nefndar á tilurð 17 risastórra gíga sem hafa fundist í Síberíu síðustu árin. Gígarnir mynduðust bara upp úr þurru og það hafa yfirleitt verið vegfarendur sem hafa uppgötvað þá.

Vísindamenn hafa lengi klórað sér í höfðinu yfir þeim og velt fyrir sér hvaða kraftar náttúrunnar gætu verið á bak við þetta. En nú hafa þeir fundið svarið segir í umfjöllun CNN.

Rússneskir vísindamenn sendu dróna niður í 30 metra djúpan gíg á Yamalskaga og tóku margar myndir. Með þessu gátu þeir síðan endurgert þetta dularfulla og jafnvel óhugnanlega náttúrufyrirbæri í þrívíddarmódeli. Það sýnir að á botni gígsins eru litlir hellar sem leiddu vísindamennina að þeirri niðurstöðu að þær hefðu myndast af völdum gasbóla í sífreranum. Eftir því sem þessar bólur stækka rís landið og á ákveðnum tímapunkti verður þrýstingurinn of mikill og þær springa og skilja eftir sig stóra gíga. Vísindamennirnir telja að þessar gasbólur myndist vegna loftslagsbreytinganna. Hlýnandi loftslag hafi veikt yfirborðið og þannig auðvelda metani að leka út og að lokum springa.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Geosciences.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót