„Texasbúar, sem þjáðust í marga daga í miklum kulda og rafmagnsleysi, eiga ekki að þurfa að fá himinháa rafmagnsreikninga,“ sagði hann í gærkvöldi. Hann kallaði þing ríkisins til neyðarfundar í gær í kjölfar frétta um að sumir neytendur hefðu fengið reikninga upp á rúmlega 10.000 dollara, það svarar til tæplega 1,3 milljóna íslenskra króna, í kjölfar þess mikla álags sem myndaðist á raforkukerfi ríkisins í vetrarveðrinu.
Ástæðan fyrir háu verið er að sumir eru ekki með fast rafmagnsverð heldur greiða þeir heildsöluverð en það rauk upp úr öllu valdi vegna mikillar rafmagnsnotkunar í kuldakastinu og lítillar framleiðslu.
Abbot sagði að yfirvöld í ríkinu verði nú að finna leið til að vernda viðskiptavini orkufyrirtækjanna. „Núna er þetta forgangsverkefni þings Texas,“ sagði hann. Nú er þess því beðið að yfirvöld finni leið út úr þessu og því geta neytendur andað rólega, að minnsta kosti í bili.