fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 07:45

Það var snjór í Austin í Texas í síðustu viku. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, tilkynnti í gærkvöldi að orkufyrirtæki í ríkinu eigi að bíða með að rukka viðskiptavini sína um rafmagn fyrir þá daga sem mikið vetrarveður herjaði á ríkið í síðustu viku. Að auki mega fyrirtækin ekki loka fyrir rafmagn hjá þeim viðskiptavinum sem ekki hafa greitt rafmagnsreikninga sína.

„Texasbúar, sem þjáðust í marga daga í miklum kulda og rafmagnsleysi, eiga ekki að þurfa að fá himinháa rafmagnsreikninga,“ sagði hann í gærkvöldi. Hann kallaði þing ríkisins til neyðarfundar í gær í kjölfar frétta um að sumir neytendur hefðu fengið reikninga upp á rúmlega 10.000 dollara, það svarar til tæplega 1,3 milljóna íslenskra króna, í kjölfar þess mikla álags sem myndaðist á raforkukerfi ríkisins í vetrarveðrinu.

Ástæðan fyrir háu verið er að sumir eru ekki með fast rafmagnsverð heldur greiða þeir heildsöluverð en það rauk upp úr öllu valdi vegna mikillar rafmagnsnotkunar í kuldakastinu og lítillar framleiðslu.

Abbot sagði að yfirvöld í ríkinu verði nú að finna leið til að vernda viðskiptavini orkufyrirtækjanna. „Núna er þetta forgangsverkefni þings Texas,“ sagði hann. Nú er þess því beðið að yfirvöld finni leið út úr þessu og því geta neytendur andað rólega, að minnsta kosti í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“