Hann var spurður út í þetta í þættinum „State of the Union“ á CNN í gærkvöldi. Nú er um eitt ár síðan heimsfaraldurinn skall á Bandaríkjunum og nú hafa um 500.000 Bandaríkjamenn látist af völdum COVID-19.
Fauci sagði jafnframt að hann gæti ekki spáð fyrir um hvenær reikna megi með að lífið verði komið í sama farveg og fyrir faraldurinn en sagðist telja að fyrir árslok verði ástandið komið nær því sem áður var. „Þegar kemur að hausti og vetri, fyrir árslok. Ég er algjörlega sammála Joe Biden um að þá nálgumst við eðlilegt ástand,“ sagði hann.
Bandaríska smitsjúkdómastofnunin segir að notkun andlitsgríma skipti sköpum hvað varðar að vernda fólk fyrir smiti. Stjórn Biden hefur lagt mikla áherslu á að fá fólk til að nota andlitsgrímur en óhætt er að segja að stjórn Donald Trump hafi ekki lagt mikla áherslu á það.