fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Fauci segir að Bandaríkjamenn verði hugsanlega að nota andlitsgrímur á næsta ári

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 07:05

Joe Biden. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci, smitsjúkdómasérfræðingur og ráðgjafi Joe Biden, forseta, í málefnum tengdum heimsfaraldri kórónuveirunnar, sagði í gærkvöldi að Bandaríkjamenn þurfi hugsanlega að halda áfram að nota andlitsgrímur á næsta ári til að vernda sig og aðra fyrir kórónuveirunni. Þetta þurfi hugsanlega að gera jafnvel þótt ástandið komist nærri því að verða „eðlilegt“ fyrir lok þessa árs.

Hann var spurður út í þetta í þættinum „State of the Union“ á CNN í gærkvöldi. Nú er um eitt ár síðan heimsfaraldurinn skall á Bandaríkjunum og nú hafa um 500.000 Bandaríkjamenn látist af völdum COVID-19.

Fauci sagði jafnframt að hann gæti ekki spáð fyrir um hvenær reikna megi með að lífið verði komið í sama farveg og fyrir faraldurinn en sagðist telja að fyrir árslok verði ástandið komið nær því sem áður var. „Þegar kemur að hausti og vetri, fyrir árslok. Ég er algjörlega sammála Joe Biden um að þá nálgumst við eðlilegt ástand,“ sagði hann.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin segir að notkun andlitsgríma skipti sköpum hvað varðar að vernda fólk fyrir smiti. Stjórn Biden hefur lagt mikla áherslu á að fá fólk til að nota andlitsgrímur en óhætt er að segja að stjórn Donald Trump hafi ekki lagt mikla áherslu á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?