fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 17:15

Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd: Oliver Schauf - Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskir bræður, sem komu nýlega til Grænlands frá Danmörku, voru ekki lengi að skapa usla í bænum Qaqortoq, sem nefnist Julianehåb á dönsku, eftir komu sína. Á laugardaginn fóru þeir í samkvæmi í bænum ásamt 18 öðrum. Það hefði verið í góðu lagi við venjulegar aðstæður en þar sem ákveðnar sóttvarnarreglur eru í gildi á Grænlandi var það ekki í lagi.

Sermitsiaq skýrir frá þessu. Fram kemur að allir sem koma til Grænlands eigi að fara í sóttkví þar til þeir hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á fimmta degi eftir komuna til landsins. Annars þarf fólk að vera í sóttkví í 14 daga. En bræðurnir blésu á þetta og fóru í samkvæmi áður en þeir fóru í sýnatöku.

Þeir voru því handteknir og kærðir fyrir brot á sóttvarnarreglum. Þeir voru ölvaðir þegar þeir voru handteknir og þurfti lögreglan strax að hefjast handa við að kortleggja ferðir þeirra og hverja þeir hefðu hitt eftir komuna til landsins. „Þarna er um að ræða mjög óábyrga hegðun,“ sagði Søren Bendtsen, varðstjóri hjá lögreglunni í Nuuk, í samtali við Sermitsiaq.

Hann sagði jafnframt að bræðurnir hefðu ekki greinst með kórónuveiruna eftir að sýnatakan fór fram og því hefði ekki þurft að leggja í umfangsmikla smitrakningu. Ekki liggur fyrir hversu há sekt bræðranna verður.

Grænlensk yfirvöld hafa hvatt fyrirtæki, opinbera aðila og almenning til að sleppa því að ferðast til og frá Grænlandi. Fram til 18. apríl verða allir sem vilja koma til Grænlands að sækja um leyfi til að koma þangað. Um nauðsynlega ferð þarf að vera að ræða, til dæmis vegna menntunar, vinnu eða ef sérstakar fjölskylduástæður liggja að baki.

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa 30 greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins en enginn hefur látist af hennar völdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu