fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Michael Jordan gefur 10 milljónir dollara til byggingar heilsugæslustöðva í heimabæ sínum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 07:15

Michael Jordan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Jordan, sem margir telja einn besta leikmann NBA fyrr og síðar, ætlar að gefa 10 milljónir dollara til byggingar tveggja nýrra heilsugæslustöðva í heimabæ sínum, Wilmington í Norður-Karólínu.

Stöðvarnar verða opnaðar á næsta ári og eiga að sinna þeim sem ekki eru með sjúkratryggingar eða ekki með nægilega góðar tryggingar. CNN skýrir frá þessu.

Í tilkynningu frá Jordan segir að allir eigi að geta notið gæðaheilbrigðisþjónustu, óháð því hvar þeir búa eða hvort þeir eru með sjúkratryggingu. „Wilmington á sérstakan stað í hjarta mér og það er svo sannarlega ánægjulegt að geta gefið eitthvað til baka til samfélagsins sem studdi mig í gegnum lífið,“ segir í tilkynningu hans.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jordan gefur peninga til samfélagsverkefna. 2017 gaf hann 7 milljónir dollara til Novant Healt til opnunar tveggja heilsugæslustöðva í Charlotte en Jordan á körfuboltaliðið Charlotte Hornets. Fyrri stöðin var opnuð 2019 en hún heitir Michael Jordan Family Medial Clinic.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð