Varnarmálaráðuneytið, Pentagon, flokkar bóluefnin sem valfrjálsan kost því bandaríska lyfjastofnunin FDA hefur ekki enn veitt þeim fullt og endanlegt samþykki. John Kirby, talsmaður Pentagon, sagði að hlutfall þeirra hermanna sem ekki vilja láta bólusetja sig sé svipað og almennt í þjóðfélaginu. Hann sagði jafnframt að rúmlega ein milljón hermanna muni hafa fengið bóluefni í lok vikunnar. Hann tók sérstaklega fram að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi verið bólusettur.
Ríkisstjórnin hefur beðið herinn og þjóðvarðliðið, sem heyrir undir ríkin sjálf, um aðstoð við að bólusetja almenning.
Flestar bólusetningar eru skylda hjá hernum en þar sem COVID-19 bóluefnin hafa aðeins verið samþykkt til neyðarnotkunar er ekki hægt að skylda hermenn til að láta bólusetja sig með þeim.