Danskir fjölmiðlar skýra frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi upplýsingar um að Freyja hafi hugsanlega farið með lest frá Malling síðasta föstudag um klukkan 08.30. Á laugardaginn fékk vinnuveitandi hennar sms úr síma hennar þar sem hún tilkynnti veikindi. Síðan hefur engin heyrt frá henni og í morgun var lögreglunni tilkynnt að hennar væri saknað.
Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Freyja sé 165 sm á hæð, grönn með ljósbrúnt axlarsítt hár. Hún notar gleraugu.
Ekstra Bladet segir að lögreglan sé nú með „umfangsmikla leit“ í gangi og séu lögreglumenn að kanna með ferðir hennar á mörgum stöðum.
Lögreglan biður alla sem geta veitt upplýsingar um ferðir Freyju síðan á fimmtudagskvöld að hafa samband strax.