En þessi fyrirætlan þeirra, sem átti að vera farmiði þeirra í frelsið, er nú orðin að diplómatískum vandræðum fyrir Svía sem eru eiginlega á milli steins og sleggju í málinu. Ef þeir veita mönnunum hæli eiga þeir á hættu að hvít-rússneskir stjórnarandstæðingar geri nánast áhlaup á sendiráðið til að leika sama leik og tvímenningarnir. Þess utan myndi það valda diplómatískum vandræðum í sambandi Svía og Hvít-Rússa. Á hinn bóginn eiga sænsk stjórnvöld mikla og harða gagnrýni yfir höfði sér ef þau vísa tvímenningunum út úr sendiráðinu og þá beint í hendur lögreglunnar.
The Guardian segir að þeir séu eftirlýstir af hvít-rússneskum yfirvöldum eftir að þeir tóku þátt í mótmælum í Vitebsk þar sem til átaka kom við lögregluna. Ef þeir verða fundnir sekir um ofbeldi gagnvart lögreglunni eiga þeir sex ára fangelsi yfir höfði sér. Þeir eiga einnig á hættu, eins og svo margir aðrir stjórnarandstæðingar, að verða beittir pyntingum og ofbeldi.