fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Segir að Bandaríkjaher hafi frestað stöðuhækkunum kvenhershöfðingja af ótta við viðbrögð Trump

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 22:30

Laura Richardson þegar yfirmenn hersins komu fyrir þingnefnd. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu eru sagðir hafa slegið stöðuhækkunum tveggja kvenna, sem gegna stöðu hershöfðingja, á frest þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember af ótta við viðbrögð Donald Trump, þáverandi forseta.

The New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að yfirmenn hersins og Mark Esper, varnarmálaráðherra, hafi óttast að ef skýrt yrði frá stöðuhækkun kvennanna, sem eru Laura J. Richardson og Jacqueline D. Van Ovost, myndi Trump koma þeim úr embætti og koma eigin mönnum í stöðurnar áður en hann léti af forsetaembættinu. Einnig eru yfirmennirnir og Esper sagðir hafa óttast að það myndi valda úlfúð í Hvíta húsinu ef aðrir en hvítir karlar væru tilnefndir í stöður sem hvítir karlar hafa lengst af gegnt.

Jacqueline D. Van Ovost og Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseti. Mynd:Getty

Af þessum sökum var tilnefningum á Richardson og Van Ovost í nýjar og hærri stöður frestað þar til eftir forsetakosningarnar í þeirri von að þær ættu betri möguleika á framgangi þegar stjórn Biden væri tekin við. Mark Esper, varnarmálaráðherra, staðfesti þetta við CNN.

Í samtali við The New York Times sagði Esper að konurnar hefðu verið valdar því þær „væru bestu hershöfðingjarnir í stöðurnar“.

Þess er vænst að tilnefningarnar verði sendar til Hvíta hússins á næstunni og að stjórn Biden muni styðja þær og senda þær til formlegrar samþykktar hjá öldungadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“