fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Eftirlýstur maður gaf sig fram – Þoldi ekki lengur við heima

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 05:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn gaf karlmaður sig fram við lögregluna á Burgess Hill lögreglustöðinni í Sussex á Englandi en hann var eftirlýstur vegna dóms sem hann átti eftir að afplána. Maðurinn sagði lögreglumönnum að hann hefði ekki þolað lengur við heima með sambýlisfólki sínu sem verður að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Hann sagðist bara vilja komast í fangelsið til að geta verið í „ró og næði“ ólíkt því sem væri heima hjá honum.

Sky News skýrir frá þessu. Lögreglan skýrði frá þessu á Twitter. „Ró og næði! Eftirlýstur karlmaður gaf sig fram við okkur í gærkvöldi og sagðist frekar vilja fara aftur í fangelsi en eyða meiri tíma með fólkinu sem hann býr með!“

Niðurstöður breskrar könnunar, sem var birt í október, sýna að 53% Breta höfðu orðið reiðir út í annað fólk sem það þekkir vegna hegðunar þeirra í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Það voru King‘s College í Lundúnum og Ipsos MORI sem  gerðu könnunina. Í niðurstöðunum kemur einnig fram að tæplega fjórðungur hafði rifist við vini eða ættingja um hegðun þeirra í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Einn af hverjum tólf sagðist ekki lengur tala við ættingja eða vin vegna deilna af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“