Sky News skýrir frá þessu. Lögreglan skýrði frá þessu á Twitter. „Ró og næði! Eftirlýstur karlmaður gaf sig fram við okkur í gærkvöldi og sagðist frekar vilja fara aftur í fangelsi en eyða meiri tíma með fólkinu sem hann býr með!“
Niðurstöður breskrar könnunar, sem var birt í október, sýna að 53% Breta höfðu orðið reiðir út í annað fólk sem það þekkir vegna hegðunar þeirra í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Það voru King‘s College í Lundúnum og Ipsos MORI sem gerðu könnunina. Í niðurstöðunum kemur einnig fram að tæplega fjórðungur hafði rifist við vini eða ættingja um hegðun þeirra í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Einn af hverjum tólf sagðist ekki lengur tala við ættingja eða vin vegna deilna af þessu tagi.