fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Hneyksli í Perú – Stjórnmálamenn tróðust fremst í bólusetningarröðina

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

487 manns, þar á meðal fyrrum forseti, ráðherra og embættismenn voru bólusettir gegn kórónuveirunni löngu áður en almenningi í Perú stóð til boða að fá bólusetningu. Þetta er mikið hneyksli og að vonum skekur það samfélagið þessa dagana.

Francisco Sagasti, forseti landsins, skýrði frá þessu í ávarpi til þjóðarinnar á mánudagskvöldið. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að forsetinn hafi sagt að margir hafi „nýtt sér stöðu sína“ til að láta bólusetja sig með bóluefninu frá kínverska fyrirtækinu Sinopharm áður en þeir áttu að eiga rétt á bólusetningu.

Upp komst um hneykslið á þriðjudag í síðustu viku þegar Martín Vizcarra, fyrrum forseti, staðfesti að hann og eiginkona hans hefðu verið bólusett í október. Það er fimm mánuðum áður en byrjað var að bólusetja landsmenn almennt. Hann sagði að bólusetningin hefði verið liður í klínískri tilraun. Þessu vísar Cayetano Heredia háskólinn á bug en hann stóð fyrir umræddri tilraun. Vizcarra var vikið úr forsetaembætti þann 9. nóvember af þingi landsins eftir að hann var sakaður um spillingu.

CNN segir að bæði utanríkisráðherra landsins og heilbrigðisráðherrann hafi verið bólusettir áður en almenn bólusetning hófst. Þeir sögðu báðir af sér embætti um helgina. Heilbrigðisráðuneytið hefur nú hafið rannsókn á hvort fleiri embættismenn og ráðherrar hafi látið bólusetja sig í skjóli stöðu sinnar.

„Við erum mjög reið og þetta er mjög slæmt. Þetta fólk, sem myndar  bráðabirgðaríkisstjórn okkar, gat ekki staðið undir þeim skyldum sínum að þjóna almenningi,“ sagði Sagasti í ávarpi sínu á mánudaginn.

Í upphafi heimsfaraldursins var Perú eitt þeirra landa þar sem flestir létust. Í dag er það í fimmtánda sæti yfir dauðsföll á hverja milljón íbúa eða 1.349. Alls hafa tæplega 42.000 látist af völdum veirunnar í landinu og 1,2 milljónir hafa greinst með smit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Í gær

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 4 dögum
Fannst eftir 41 ár