Samkvæmt frétt dpa þá er Miller grunaður um að hafa ætlað að smygla miklu magni af amfetamíni frá Sydney til annarra svæða í New South Wales.
Talsmenn lögreglunnar hafa ekki skýrt frá nafni Miller en ástralskir fjölmiðlar fullyrða að hann hafi verið handtekinn.
Í tengslum við rannsókn málsins lagði lögreglan hald á metamfetamín að verðmæti sem svarar til um 200 milljóna íslenskra króna. Efnin voru falin í kertum. The Sydney Morning Herald segir að lögreglan hafi að auki lagt hald á meira magn fíkniefna og peninga þegar Miller var handtekinn.