fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Japönsk fyrirtæki vilja ekki að Ólympíuleikarnir fari fram í Tókýó í sumar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 22:30

Auglýsing fyrir leikana sem fram áttu að fara á síðasta ári. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður könnunar, sem var gerð á meðal stjórnenda rúmlega 11.000 japanskra fyrirtækja, sýna að meirihluti þeirra er á móti því að Ólympíuleikarnir fari fram í Tókýó í sumar. Flestir vilja aflýsa leikunum eða fresta þeim aftur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Það var hugveitan Tokyo Shoko Research sem gerði könnunina. 56% aðspurðra sögðust telja að annað hvort eigi að aflýsa leikunum eða fresta þeim þar til síðar. Samkvæmt áætlun eiga leikarnir að fara fram frá 23. júlí til 8. ágúst.

Hugveitan gerði svipaða könnun í ágúst á síðasta ári og þá vildu 53,6% aðspurðra að leikunum yrði aflýst eða frestað.

Í nýju könnuninni sögðust aðeins 7,7% vilja að leikarnir fari fram eins og fyrirhugað er í sumar. Fyrir hálfu ári var hlutfallið 22,5%.

Rúmlega 70% fyrirtækjanna sögðu að það muni hafa mjög lítil eða engin áhrif á efnahag þeirra þótt leikunum verði aflýst eða frestað.

En niðurstöður annarrar könnunar, sem var gerð meðal 100 stærstu fyrirtækja landsins, sýndi aðra niðurstöðu því samkvæmt henni þá vilja 61% að leikarnir fari fram í sumar, annað hvort í óbreyttri mynd eða þá að umfang þeirra verði minnkað.

Könnun, sem var gerð í byrjun febrúar, meðal íbúa í Tókýó sýndi að 61% vilja að leikunum verði frestað eða aflýst. Andstaðan við að leikarnir verði haldnir í sumar mældist meiri í fyrir könnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Í gær

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni