fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Góðar niðurstöður úr kórónuveirurannsókn í Ísrael – Sýna góða virkni bóluefna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 07:59

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki útilokað að þeir sem hafa verið bólusettir við kórónuveirunni smitist af veirunni en niðurstöður nýrrar ísraelskrar rannsóknar benda til að þeir sem hafa verið bólusettir smiti minna út frá sér en aðrir.

Dpa skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin byggist á 2,897 smituðum Ísraelsmönnum sem höfðu verið bólusettir. Magn kórónuveiru í hálsi og nefi þeirra var mælt. Niðurstaðan var að magnið var fjórum sinnum minna en hjá þeim sem ekki höfðu verið bólusettir.

Dpa hefur eftir Clemens Wendtner, lækni og sérfræðingi á sjúkrahúsi í München, að rannsóknin „gefi tilefni til að vona“. „Bóluefnið BNT162b2 (sem er bóluefnið frá Pfizer og BioNTechinnsk. blaðamanns) veitir ekki aðeins einstaklingsbundna vernd. Það má draga þá ályktun að með nægilega mörgu bólusettu fólki náist ákveðin vernd fyrir fólk í formi hjarðónæmis,“ er haft eftir honum.

Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd. Sýni voru tekin úr fólkinu þegar að minnsta kosti 12 dagar voru liðnir frá bólusetningu. Áður hefur komið fram að magn veirunnar tengist því hversu smitandi hún er. Vísindamennirnir draga því þá ályktun að bóluefnið hafi líklega áhrif á hversu smitandi veiran er. „Minna magn veirunnar bendir til að hún sé minna smitandi en það bætir enn við áhrif bóluefnisins á útbreiðslu veirunnar,“ segja þeir.

Það þarf þó að hafa í huga að rannsóknin hefur ákveðnar takmarkanir. Fyrir það fyrsta þá voru þátttakendurnir ekki valdir af handahófi. Þeir eru allir félagar í Maccabi Healht Service og í hópi 650.000 sjúkratryggðra sem fengu tvo skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech. Að auki var magn veirunnar ekki rannsakað yfir lengra tímabil og ekki var rannsakað hversu marga hver og einn smitaði að meðaltali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri