fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Tímamótalyf veldur verulegu þyngdartapi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einföldu máli má segja að offita sé byggð á því að líkaminn notar minni orku en hann fær, það er að segja við innbyrðum fleiri hitaeiningar en við brennum. En í raun er ekkert einfalt í sambandi við offitu sem er flókinn og dularfullur sjúkdómur.

Of feitu fólki hefur fjölgað mikið síðustu áratugi og nú er svo komið að 40% Bandaríkjamanna glíma við offitu. Helstu vopnin í baráttu við hana eru heilbrigt líferni, að gæta hófs í mataræði og hreyfa sig nóg. Að auki er hægt að fara í skurðaðgerðir, sem draga úr því magni sem fólk getur borðað, og einnig er hægt taka lyf sem eiga að leiða til þyngdartaps.

Það hefur verið galli við lyfin að þau virka ekki alltaf og hafa aukaverkanir í för með sér. En nú hafa tilraunir með nýtt lyf sýnt góðan árangur og í niðurstöðum rannsóknar, sem var birt nýlega, kemur fram að margt bendi til að þetta lyf geti gjörbylt meðferð offitusjúklinga. Sciencealert skýrir frá þessu.

Tæplega 2.000 fullorðnir offitu sjúklingar í 16 löndum tóku þátt í rannsókninni. Þeir tóku lyf sem nefnist semaglutide einu sinni í viku en það er nú þegar notað við meðferð við sykursýki 2. Samanburðarhópur fékk lyfleysu. Báðir hóparnir fengu námskeið um lífsstílsbreytingar sem eiga að ýta undir þyngdartap. Í lok tilraunarinnar höfðu þeir sem fengu lyfleysuna lést lítillega en þeir sem fengu semaglutide höfðu lést töluvert.

Eftir 68 vikur höfðu, þeir sem fengu lyfið, að meðaltali lést um 14,9% af líkamsþyngd sinni. Rúmlega 30% hópsins léttist um meira en 20% af líkamsþyngd sinni. Lyfið hefur þau áhrif á heilann að það bælir niður matarlyst.

Þessar niðurstöður sýna að lyfið er tvisvar sinnum áhrifaríkara en núverandi lyf sem eiga að valda þyngdartapi. Áhrif þess eru nærri þeim áhrifum sem skurðaðgerðir hafa. „Engin önnur lyf komast nálægt því að hafa svona mikið þyngdartap í för með sér, þetta er tímamótalyf,“ er haft eftir Rachel Batterham, hjá University College London, sem hefur unnið að rannsóknum á offitu.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu The New England Journal of Medicine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í