fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Joe Biden vill herða vopnalöggjöfina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 06:59

Joaquin Oliver var meðal þeirra sem voru myrtir í Parkland. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hvetur þingið til að samþykkja endurbætur á vopnalöggjöfinni. Þar á meðal er bann við svokölluðum árásarvopnum en slík vopn hafa oft verið notuð í mjög mannskæðum árásum, fjöldamorðum. Biden lýsti þessari skoðun sinni í gær en þá voru þrjú ár liðin síðan 17 manns voru myrtir í Marjory Stoneman Douglas High School í Parkland í Flórída. Þar var fyrrum nemandi að verki en hann var vopnaður AR-15 árásarriffli.

„Um allt land þekkja foreldrar, makar, börn, systkini og vinir sársaukann sem fylgir því að ástvinur falli fyrir byssukúlum,“ sagði Biden í yfirlýsingu sinni að sögn BBC.

Margir af þeim unglingum, sem lifðu árásina í Parkland af, eru nú áberandi talsmenn þeirra sem vilja endurbætur á bandarískri vopnalöggjöf.

Annar viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar tryggir rétt fólks til að bera skotvopn til að verja sjálfa sig og sína nánustu. Margir íhaldsmenn verja þennan rétt með kjafti og klóm, þar á meðal Donald Trump, forveri Biden í Hvíta húsinu.

Skoðanir Biden og Trump á skotvopnalöggjöfinni eru gjörólíkar. mynd/samsett

Í yfirlýsingu sinni hvatti Biden einnig til að tekin yrði upp sú regla að ferill allra, sem vilja kaupa skotvopn, verði kannaður, að bannað verði að selja skothulstur sem taka mörg skot og að vopnaframleiðendur verði sviptir friðhelgi fyrir lögsóknum. „Þetta skuldum við öllum sem hafa misst einhvern og öllum syrgjendunum sem sitja eftir. Nú er kominn tími til aðgerða,“ sagði Biden að sögn BBC.

Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni og formaður deildarinnar, sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún sagði að fulltrúadeildin muni endurlífga lagafrumvarp um ferilkönnun væntanlegra skotvopnakaupenda en frumvarpið dagaði upp á valdatíma Trump. „Í samvinnu við meirihluta Demókrata í öldungadeildinni og ríkisstjórn Joe Biden, forseta, og Kamala Harris, varaforseta, munum við samþykkja þessi og önnur lífsbjargandi lagafrumvörp og tryggja þær framfarir sem íbúar í Parkland og bandaríska þjóðin á skilið og krefst,“ segir í yfirlýsingu hennar.

Demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni eru 50 Repúblikanar, 48 Demókratar og 2 óháðir, sem kjósa yfirleitt í takt við Demókrata. Kamala Harris, varaforseti, fer með úrslitaatkvæðið ef atkvæði falla jafnt í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi