Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í vikunni kemur fram að hugsanlega verði fljúgandi bílar næsta stóra skrefið eftir sjálfstýringu. Af þeim sökum sé fyrirtækið að skoða hvaða sé hægt að gera og hverja sé hugsanlega hægt að fá til samvinnu um þetta.
Kína er stærsti bílamarkaður heims og stærsti markaður Volkswagen sem hefur að undanförnu verið að auka áherslu sína á framleiðslu rafbíla. Á síðasta ári seldi fyrirtækið þrisvar sinnum fleiri rafbíla en 2019 og sala á tvinnbílum jókst um 175%. CNN skýrir frá þessu.
En fljúgandi bílar eru ekki eitthvað sem er sáraeinfalt í þróun og smíði og margar hindranir sem þarf að yfirstíga. Slíkir bílar þurfa að athafna sig í loftrými, þar sem mikil umferð verður, nærri litlum drónum og flugvélum. Einnig þarf að útbúa regluverk í kringum notkun þeirra og það eitt getur tekið mörg ár.