British Beer & Pub Association segja að salan á síðasta ári hafi numið 6,1 milljarði punda sem sé 7,8 milljörðum minna en árið á undan. Magn bjórs, sem seldur var, var hið minnsta í að minnsta kosti heila öld. The Guardian skýrir frá þessu.
Samtökin hvetja Rishi Sunak, fjármálaráðherra til að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot í greininni og bæta í stuðning við krár.
Hugveitan The Resolution Foundation segir að rúmlega helmingur fyrirtækja í veitingageiranum, þar á meðal barir, kaffihúsi og veitingastaður, eigi svo lítið handbært fé að það dugi ekki næstu þrjá mánuði.