fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Norður-kóreskir tölvuþrjótar stálu rúmlega 300 milljónum dollara til að borga fyrir vopn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. febrúar 2021 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-kóreskir tölvuþrjótar stálu mörg hundruð milljónum dollara á síðasta ári. Peningarnir voru notaðir til að fjármagna kjarnorkuvopnaáætlun landsins og smíði langdrægra eldflauga en það er skýrt brot á alþjóðalögum. Þetta kemur fram í nýrri leynilegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að í skýrslunni séu Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og stjórn hans sökuð um að reka tölvuhernað gegn fjármálastofnunum til að greiða fyrir vopn og halda bágbornu efnahagslífi landsins á floti. Í einu aðildarríki SÞ tókst tölvuþrjótum einræðisstjórnarinnar að stela 316 milljónum dollara frá 2019 til 2020 eftir því sem segir í skýrslunni.

Í skýrslunni kemur einnig fram að einræðisstjórnin framleiði nauðsynlegan búnað fyrir kjarnorkuvopn sín og langdrægar eldflaugar og reyni að komast yfir efni og nauðsynlega tækni erlendis.

Það var sérfræðinganefnd SÞ um málefni Norður-Kóreu sem gerði skýrsluna en nefndin fylgist með áhrifum og framkvæmd þeirra viðskiptaþvingana sem Norður-Kórea er beitt vegna kjarnorkuvopnaáætlunar landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?