fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

Fljótlega geta ferðamenn fræðst nánar um Dómsdagshvelfinguna á Svalbarða

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. febrúar 2021 18:00

Dómsdagshvelfingin á Svalbarða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Svalbarða er hin svokallaða Dómsdagshvelfing sem er í raun fræbanki þar sem fræ frá öllum heimshornum eru geymd í miklum kulda. Hvelfingin er hugsuð sem trygging fyrir framtíð mannkynsins ef miklar hamfarir eiga sér stað hér á jörðinni. Er það meðal annars átt við kjarnorkuslys eða kjarnorkustríð, plöntusjúkdóma eða bara eitthvað allt annað.

Á næsta ári geta ferðamenn fræðst nánar um hvelfinguna sem heitir Global Seed Vault á ensku. Þeir fá þó ekki að valsa um þar innandyra heldur verður sérstakri ferðamannamiðstöð komið upp í Longyearbyen sem er stærsti bærinn á Spitsbergen sem er ein af Svalbarðaeyjunum. Dpa skýrir frá þessu.

Miðstöðin mun heita The Arc. Þar geta áhugasamir ferðamenn skoðað innihald Dómsdagshvelfingarinnar nánar en þar eru aðallega fræ.

Í The Arc verður einnig hluti af Arctic World Archives sem er stafrænn gagnabanki um „arf mannkyns“ en þessi gagnabanki er þannig hannaður að hann á að geta staðið nær allar hörmungar og hamfarir af sér.

Dómsdagshvelfingin er talin vera einn öruggasti staður heims enda á afskekktri eyju á milli Noregs og Grænland og höggvin inn í berg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður