fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Rifjar upp óhugnanleg ummæli Christian B. – Sýna þau tengsl hans við hvarf Madeleine McCann?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 05:21

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan telur að þýski barnaníðingurinn Christian B., sem heitir fullu nafni Christian Brückner, hafi numið Madeleine McCann á brott frá sumarleyfisstað fjölskyldu hennar í Portúgal 2007 og að hann hafi myrt hana. Þjóðverjarnir hafa unnið að rannsókn á málinu síðan á síðasta ári en lögreglan skýrði frá þessum grun sínum í júní á síðasta ári.

Madeleine var þriggja ára þegar hún hvarf úr íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal. Síðan þá hefur ekkert til hennar spurst.

Lögreglan hefur engin áþreifanleg sönnunargögn enn sem komið er, til dæmis hefur lík Madeleine ekki fundist, en hefur áður skýrt frá því að hún byggi grun sinn á ákveðnum gögnum. Saksóknari í málinu hefur meðal annars sagt að lögreglan hafi séð gögn sem valdi því að hún telji að Madeleine hafi verið myrt.

Streymisveitan Disney+ sýnir bráðlega nýja heimildamynd um málið en í henni er reynt að kortleggja hvaða gögn lögreglan hefur og hver hinn grunaði er. Vitað er að hann hefur áður hlotið dóma fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, nauðgun og fíkniefnasmygl. Hann átti húsbíl þar sem lögreglan fann ýmis göng.

Bíll Christian B. Mynd: Þýska sambandslögreglan

Farið verður yfir þetta í heimildarmyndinni, sem er í þremur hlutum, sem hefur fengið titilinn: „Prime SuspectThe Madeleine McCann Case“. Í henni er meðal annars rætt við Dieter F. vin Christian B. sem segir að Christian B. hafi oft ekið á milli Þýskalands, Spánar og Portúgal. „Þessi bíll er svo stór að það er hægt að smygla barni í honum,“ sagði Christian B. eitt sin við Dieter F.

Að sögn hafði Christian B. í hyggju að nota bílinn til að smygla 50 kílóum af hassi í leynirými í bílnum en komu fyrrgreind ummæli hans upp um það sem hann hafði raunverulega í hyggju eða hafði gert?

Christian Brückner – Youtube-skjáskot

Að sögn fann lögreglan barnafatnað, þar á meðal baðfatnað, í bílnum, allt stúlkuföt. Þetta fann lögreglan 2016 en þá fann hún einnig minnislykil með myndum af börnum sem verið er að beita kynferðislegu ofbeldi. Á minnislyklinum voru einnig myndir af Christian B. Á sumum var hann nakinn en á öðrum íklæddur sokkabuxum á meðan hann gerði kynferðislega hluti. Fjölmiðlar hafa áður sagt að innihald minnislykilsins sé „of grafískt“ til að hægt sé að lýsa því nánar.

Christian B. situr nú í fangelsi í Kiel í Þýskalandi þar sem hann afplánar sjö ára fangelsisdóm fyrir að hafa nauðgað 72 ára bandarískri konu í Praia da Luz í Portúgal 2005. Madeleine hvarf úr þessum bæ að kvöldi 3. maí 2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til