fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Fordæma pakistönsk stjórnvöld – 12 ára dóttir þeirra var neydd til að giftast manninum sem nam hana á brott

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 18:00

Pakistanska lögreglan er með drenginn í gæslu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda 12 ára pakistanskrar stúlku fordæmir aðgerðaleysi yfirvalda sem neita að aðhafast neitt í máli stúlkunnar. Hún var numin á brott og hlekkjuð í fjósi í rúmlega sex mánuði eftir að hafa verið neydd til að giftast manninum sem nam hana á brott.

Málið er er eitt margra mála, sem snúast um þvinganir gagnvart stúlkum og konum úr minnihlutahópum og því að þær séu neyddar til að snúast til múhameðstrúar, sem yfirvöld eru nú að rannsaka. Í þessu máli lét lögreglan mannræningjann lausan og sagðist telja að stúlkan hafi gifst honum af fúsum og frjálsum vilja. The Guardian skýrir frá þessu.

Stúlkan var numin á brott frá heimili sínu í Faisalabad í júní og haldið fanginni á heimili Khizer Hayat, 29 ára, sem neyddi hana til að sjá um fjósið og lét hana dúsa þar.

Mannréttindanefnd þingsins er að rannsaka málið og hafa yfirmenn lögreglunnar verið kallaðir fyrir nefndina. Talsmaður lögreglunnar í Faisalabad sagði að stúlkan hafi komið fyrir dómara og sagt að hún hafi gifst Hayat af fúsum og frjálsum vilja og vilji búa með honum.

Faðir hennar er allt annað en sáttur við þetta og sagði í samtali við The Guardian að lögreglan hafi fundið stúlkuna í Hafizabad sem er um 110 kílómetra frá heimili hennar. „Þeir nauðguðu dóttur minni ítrekað. Hún var í áfalli eftir að hafa sætt líkamlegum og andlegum pyntingum. Hún hafði verið neydd til að snúast til múhameðstrúar. Henni var haldið sem þræl og neydd til að vinna með hlekki á fótum sér. Lögreglan skráði ekki kæru mína og hótaði mér af því að ég tilheyri kristna minnihlutanum,“ sagði faðirinn.

Samkvæmt því sem kemur fram í skýrslu pakistönsku mannréttindanefndarinnar frá 2019 þá eru um 1.000 stúlkur og konur, sem eru annað hvort kristinnar trúar eða hindúar, neyddar í hjónabönd árlega. Kynferðisofbeldi og svikahjónabönd eru notuð af ofbeldismönnunum til að halda þeim föstum og yfirvöld bregðast mjög sjaldan við.

Í Pakistan búa um 223 milljónir. Af þeim eru um 2,5 milljónir kristinnar trúar og sætir kristið fólk mikilli mismunun. Má nefna að á síðasta ári var 14 ára kaþólskri stúlku frá Faisalabad rænt og neydd til að „giftast“ ræningjanum sem var 45 ára. Henni tókst að flýja og er nú í felum með foreldrum sínum eftir að dómstóll úrskurðaði að hún skildi afhent mannræningjanum á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld