fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Ástand Donald Trump var miklu alvarlega en skýrt var frá þegar hann fékk COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 05:43

Donald Trump hótaði að yfirgefa Hvíta húsið ekki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsa Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, var mun verri en skýrt var frá þegar hann fékk COVID-19 í október. Hans nánustu óttuðust hið versta. Svona lýsir The New York Times veikindum Trump.

Meðal annars kemur fram að súrefnismettun í blóði Trump hafi verið orðin mjög lág og að hann hafi barist við lungnabólgu sem veiran orsakaði. Einnig segir blaðið að Trump borið þess merki að vatn og bakteríur hafi borist í lungu hans en það er greinilegt merki um alvarleg veikindi.

Tveir heimildarmenn blaðsins segja að ástand Trump hafi verið svo alvarlegt, þegar hann var fluttur með þyrlu á Walter Reed hersjúkrahúsið í Washington D.C. þann 2. október, að óttast hafi verið að setja þyrfti hann í öndunarvél.

En út á við var dregið mjög úr alvarleika veikindanna og Trump tísti á Twitter og lét sjá sig opinberlega þótt ljóst væri að heilsa hans væri ekki upp á það besta.

Sean Conley, einkalæknir Trump, var á þessum tíma sakaður um að veita samhengislausar upplýsingar um heilsufar forsetans. Hann neitaði einnig að svara spurningum um hvort merki um lungnabólgu hefðu fundist hjá Trump. Hann sagði að súrefnismettun í blóði Trump hefði farið niður í 93% og vísaði því á bug að hún hefði farið niður undir 80% eins og var víst raunin.

Trump var lagður inn á sjúkrahús á föstudegi og útskrifaður á mánudegi eftir að hafa fengið meðferð með sterum og mótefnum frá líftæknifyrirtækinu Regeneron.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“