Nefnd hagfræðinga hafði spáð því að 757.000 myndu sækja um atvinnuleysisbætur í síðustu viku. Tölurnar benda til að bandarískt atvinnulíf eigi í erfiðleikum með að komast aftur í fullan gang á meðan heimsfaraldurinn geisar.
Joe Biden, forseti, vinnur nú að því að fá þingið til að samþykkja stóran hjálparpakka upp á 1.900 milljarða dollara. Er honum ætlað að styðja við fyrirtæki, sem eru illa stödd út af faraldrinum, og atvinnulausa.