Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua skýrir frá þessu. Á þriðjudaginn komst geimfarið Hope, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, á braut um Mars. Síðar í mánuðinum kemur geimfar frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA til Mars. Geimförunum var öllum skotið á loft á síðasta ári þegar fjarlægðin á milli jarðarinnar og Mars var með minnsta móti en með því sparast mikill ferðatími.
Tianwen-1 er hluti af metnaðarfullri geimferðaáætlun Kínverja sem sendu geimfar til tunglsins á síðasta ári. Eftir tvo til þrjá mánuði stefna þeir að því að lenda á Mars en þá mun minna geimfar segja skilið við Tianwen-1 og flytja 240 kílóa bíl niður til Mars. Hann er sérhannaður til að aka á yfirborði plánetunnar. Ef þetta tekst er reiknað með að bíllinn ferðist um Mars í 90 daga en hann er sólarknúinn. Hann á meðal annars að leita að ummerkjum um líf.
Geimfarið á einnig að rannsaka gufuhvolfið og er búið fjölda mælitækja og háskerpumyndavél til þess verkefnis.