Umsóknarferlið hefst 31. mars segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. „Evrópa tekur sæti sitt í hjarta geimrannsókna. Til að komast lengra en við höfum náð fram að þessu þurfum við að víkka sjóndeildarhring okkar enn frekar,“ er haft eftir Jan Wörner, forstjóra ESA, í fréttatilkynningunni.
Þegar síðast var auglýst eftir geimförum, 2008, sóttu 8.500 um en sex voru valdir. Umsækjendur þurfa að hafa menntun á sviði náttúrufræði eða tæknigreina en þetta eru ansi breið svið og því margir sem geta komið til greina, allt frá verkfræðingum til lækna og flugmanna. ESB hvetur konur sérstaklega til að sækja um.
Skila þarf inn umsóknum í síðasta lagi 28. maí í gegnum heimasíðu ESA. Reiknað er með að búið verði að velja nýju geimfarana í október 2022.