fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Sjaldgæft tækifæri – ESA leitar að nýjum geimförum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 20:00

Luca Parmitano er einn núverandi geimfara ESA. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki oft sem Evrópska geimferðastofnunin (ESA) auglýsir eftir geimförum til starfa en nú er kominn tími til að endurnýja í hópi geimfara stofnunarinnar. Síðast var auglýst eftir geimförum fyrir 13 árum en nú er leitað að fjórum nýjum til starfa.

Umsóknarferlið hefst 31. mars segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. „Evrópa tekur sæti sitt í hjarta geimrannsókna. Til að komast lengra en við höfum náð fram að þessu þurfum við að víkka sjóndeildarhring okkar enn frekar,“ er haft eftir Jan Wörner, forstjóra ESA, í fréttatilkynningunni.

Þegar síðast var auglýst eftir geimförum, 2008, sóttu 8.500 um en sex voru valdir. Umsækjendur þurfa að hafa menntun á sviði náttúrufræði eða tæknigreina en þetta eru ansi breið svið og því margir sem geta komið til greina, allt frá verkfræðingum til lækna og flugmanna. ESB hvetur konur sérstaklega til að sækja um.

Skila þarf inn umsóknum í síðasta lagi 28. maí í gegnum heimasíðu ESA. Reiknað er með að búið verði að velja nýju geimfarana í október 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún