fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Jerry ætlaði bara að fá sér pylsu – Nú á hann lífstíðarfangelsi yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 05:21

Jerry Westrom. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jerry Westrom hafði ekki hugmynd um að bandaríska alríkislögreglan FBI fylgdist með hverju fótmáli hans. Í 26 ár hafði lögreglan reynt að komast að hver myrti Jeanne Ann Childs og loksins hafði hún náð árangri í rannsókninni. Það var ferð í pysluvagn sem varð Jerry að falli og upp um hann komst.

Hann hefur nú verið ákærður fyrir að hafa myrt Jeanne að yfirlögðu ráði. Hann á ævilangt fangelsi yfir höfði sér.

Lík Jeanne, sem var vændiskona, fannst 13. júní 1993 í sturtuklefanum heima hjá henni í Minneapolis. Henni hafði verið nauðgað og hún stungin til bana. Hún var aðeins í sokkum og enn var skrúfað frá vatninu þegar lögreglan kom á vettvang. Lögreglan lýsti vettvanginum síðar sem „blóðbaði“.

Jeanne Ann Childs. Mynd:FBI

Lögreglan hafði ekki úr mörgum vísbendingum að moða og fljótlega lenti rannsóknin í blindgötu og var hætt. En hún hófst að nýju 2005 þar sem ný tækni hafði vakið vonir um að hægt yrði að finna morðingjann. Nú voru það ríkislögreglan í Minnesota og FBI sem önnuðust rannsóknina.

Um mitt ár 2018 voru lífsýni, sem fundust á vettvangi, send til fyrirtækis sem tekur að sér greiningu þeirra og skráningu fyrir einkaaðila. Út frá þeim var hægt að finna út hverjir eru með erfðaefni sem líkist því sem fannst á morðvettangi. Því næst var unnið út frá því og fóru böndin að beinast að JerryFBI byrjaði því að fylgjast með honum í von um að komast yfir lífsýni úr honum án þess að hann áttaði sig á því og hefði tækifæri til að leggja á flótta. Í janúar 2019 var honum fylgt eftir á íshokkíleik þar sem hann fékk sér pylsu og þurrkaði sér síðan um munninn með servíettu sem hann kastaði síðan í ruslið. Þessa servíettu veiddu lögreglumennirnir upp úr ruslinu og hún var send til rannsóknar til að fá staðfestingu á að á henni væri erfðaefni úr Jerry. Svo reyndist vera og skömmu síðar var Jerry handtekinn.

Réttarhöld yfir honum hefjast í apríl en hann neitar sök og sagði fyrir dómi í síðustu viku, þegar málið var þingfest, að hann hafi ekki hugmynd um hvernig erfðaefni úr honum gæti hafa endað á morðvettvanginum. Hann er ekki í gæsluvarðhaldi því hann var látinn laus gegn tryggingu upp á tvær milljónir dollara.

Jerry Westrom. Mynd:FBI

CBS Minnesota segir að frá 1993 hafi Jerry margoft verið dæmdur fyrir ölvun við akstur og ólöglega vopnaeign. Hann hefur einnig verið dæmdur fyrir að reyna að kaupa sér kynlíf en þá gekk hann í gildru lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í