Lögreglan tilkynnti á laugardaginn að bann hefði verið sett við mótmælum eftir að um 10.000 manns tóku þátt í svipuðum mótmælum fyrr í janúar. En það stöðvaði mótmælendur ekki í gær og söfnuðust mörg þúsund manns saman. Það var öfgahægriflokkurinn FPÖ (Frelsisflokkurinn) sem skipulagði mótmælin en meðal mótmælenda mátti einnig sjá nýnasista.
Mótmælendur hindruðu umferð á götum á meðan þeir gengu fylktu liði í átt að þinghúsinu. Margir þeirra notuðu ekki andlitsgrímur eða virtu reglur um fjarlægðarmörk. Tíu voru handteknir.
FPÖ boðaði til mótmælanna til að mótmæla hörðum sóttvarnaaðgerðum en nýlega var gripið til harðra aðgerða í þriðja sinn.