fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þurfti að stunda kynlíf þrisvar á dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 08:00

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku hófust réttarhöld yfir Ghislaine Maxwell í New York en hún er ákærð fyrir mansal með því að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við að komast í samband við barnungar stúlkur og misnota þær kynferðislega. Hún er einnig ákærð fyrir kynferðisofbeldi en hún er sögð hafa tekið þátt í nauðgunum Epstein.

Mörg vitni hafa komið fyrir dóm fram að þessu. Þar á meðal ráðsmaðurinn á lúxusheimili Epstein í Flórída en hann sagðist hafa séð margar barnungar stúlkur í húsinu. Annað vitni er Virginia Guiffre sem hefur sakað Andrew Bretaprins um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi.

Á mánudaginn kom kona ein í vitnastúkuna. Ekki hefur verið skýrt frá fullu nafni hennar en hún er kölluð Kate. CNN segir að hún hafi sagt að Maxwell hafi sagt henni að Epstein þyrfti að stunda kynlíf þrisvar á dag. Hún sagði einnig að það hafi verið Maxwell sem skipulagði fyrsta fund hennar með Epstein. Hún var orðin 17 ára þegar þetta átti sér stað og því telst hún ekki með þeim fórnarlömbum Epstein og Maxwell sem voru á barnsaldri.

Ghislaine Maxwell. Mynd/Getty

Kate sagðist hafa hitt Maxwell í fyrsta sinn þegar hún var 17 ára. Þá hafi áreitið hafist. Hún sagði að Maxwell hafi sagt henni að Epstein gæti aðstoðað hana við að ná frama á tónlistarsviðinu.

Nokkrum vikum eftir að Kate hitti Maxwell í fyrsta sinn var henni boðið heim til Epstein og Maxwell. Kate sagði fyrir dómi að Maxwell hafi beðið hana um að grípa í fótlegg Epstein til að hann gæti fundið hversu sterk hún væri.

Nokkrum vikum síðar spurði Maxwell hana hvort hún vildi koma og nudda Epstein því hún væri svo sterk. Í þeirri heimsókn átti Epstein frumkvæði að kynlífi. Henni var síðan boðið aftur heim til þeirra og kynferðislega ofbeldið hélt þá áfram.

Kate sagði einnig að Maxwell hafi talað töluvert um vini sína, þar á meðal Andrew prins og Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“