Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að maðurinn hafi fundið málmkassa, sem innihélt gimsteina og safíra, þegar hann var að ganga á Mont Blanc 2013. Hann afhenti lögreglunni kassann.
Ekki hefur tekist að finna eiganda hans og eðalsteinanna og nú hefur sú ákvörðun verið tekin að fjallgöngumaðurinn fái helming þeirra í sinn hlut og ríkið hinn helminginn.
Sá helmingur, sem fellur hinu opinbera í hlut, verður til sýnis á Chamonix Crystal safninu.
Talið er að eðalsteinarnir hafi verið um borð í Boeing 707 flugvél frá Air India sem hrapaði á Mont Blanc 1966 en þá létust 117 manns. Vélin var á leið frá Mumbai til New York.