Í nýrri rannsókn kemur fram að hugsanlega séu 10 til 20% af öllum þeim vetrarbrautum, sem urðu til á árdögum alheimsins, huldar bak við geimryk. „Rannsókn okkar sýnar að allt að fimmta hvert vetrarbraut, sem myndaðist á árdögum alheimsins, er ekki á geimkortum okkar,“ segir Pascal Oesch, hjá Cosmic Dawn Center hjá Niels Bohr stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla, í fréttatilkynningu um rannsóknina.
Þessar „földu“ vetrarbrautir, sem eru 13 milljarða ára gamlar, geta verið það sem okkur hefur vantað til að skilja það sem gerðist í upphafi alheimsins. Þá urðu fyrstu stjörnurnar og vetrarbrautirnar til og lýstu alheiminn upp. En fram að þessu höfum við ekki fundið nægilega margar vetrarbrautir til að skýra hvað öll orkan, á árdögum alheimsins, kom.
Fyrir 13 milljörðum ára var alheimurinn hulinn vetnisþoku sem gleypti allt sýnilegt ljós og gerði hinn unga alheim ógegnsæjan. En á næstu nokkur hundruð milljón árum fæddust fyrstu stjörnurnar sem urðu síðan að vetrarbrautum, þá fór að birta til í alheiminum. Vetrarbrautirnar gáfu svo mikla birtu frá sér sem og orku í formi útfjólublárra geisla að þær „brenndu“ sig í gegnum vetnisþokuna. En stjörnufræðingar hafa ekki getað fundið nægilega margar vetrarbrautir fram að þessu til að skýra þetta til fulls.