En niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að vatn eigi rætur að rekja til sólarinnar. Samkvæmt því sem stjörnufræðingar segja gæti geislun frá sólinni hafa myndað vatn á yfirborði rykagna sem bárust síðan til jarðarinnar með loftsteinum fyrir milljörðum ára.
Sky News skýrir frá þessu. Vatn þekur rúmlega 70% af yfirborði jarðarinnar en vísindamenn hafa velt vöngum yfir uppruna þess áratugum saman.
Niðurstöður nýju rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímaritinu Nature Astronomy. Það voru vísindamenn við University of Glasgow sem stýrðu rannsókninni.
Luke Daly, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að sólarvindar séu straumar af vetnis- og helíumjónum, að mestu, sem streymi stanslaust frá sólinni út í geiminn. Þegar vetnisjónin lendi á loftlausu yfirborði eins og loftsteini eða rykögn borist þær nokkra tugi nanómetra niður í yfirborðið þar sem þær geta haft áhrif á efnasamsetningu steinsins. Með tímanum geti vetnisjónin leyst nægilega mikið af súrefnisatómum úr efnum í steininum til að mynda H2O, vatn, sem leynist í málmum í steininum.