fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Varpa ljósi á uppruna vatns hér á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 18:30

Hvaðan kom vatnið?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við University of Glasgow segja að vísbendingar séu um að agnir frá sólinni hafi myndað vatn á yfirborði rykagna á loftsteinum sem lentu á jörðinni. Vísindamenn hafa lengi rætt um uppruna vatns hér á jörðinni, hvort það hafi verið til staðar þegar jörðin myndaðist eða hvort það hafi borist annars staðar frá.

En niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að vatn eigi rætur að rekja til sólarinnar. Samkvæmt því sem stjörnufræðingar segja gæti geislun frá sólinni hafa myndað vatn á yfirborði rykagna sem bárust síðan til jarðarinnar með loftsteinum fyrir milljörðum ára.

Sky News skýrir frá þessu. Vatn þekur rúmlega 70% af yfirborði jarðarinnar en vísindamenn hafa velt vöngum yfir uppruna þess áratugum saman.

Niðurstöður nýju rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímaritinu Nature Astronomy. Það voru vísindamenn við University of Glasgow sem stýrðu rannsókninni.

Luke Daly, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að sólarvindar séu straumar af vetnis- og helíumjónum, að mestu, sem streymi stanslaust frá sólinni út í geiminn. Þegar vetnisjónin lendi á loftlausu yfirborði eins og loftsteini eða rykögn borist þær nokkra tugi nanómetra niður í yfirborðið þar sem þær geta haft áhrif á efnasamsetningu steinsins. Með tímanum geti vetnisjónin leyst nægilega mikið af súrefnisatómum úr efnum í steininum til að mynda H2O, vatn, sem leynist í málmum í steininum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina