fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Hvernig mun lífið á jörðinni enda?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 16:00

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árekstur við loftstein, sprengistjarna eða aðrar hamfarir úti í geimnum gætu gert út af við mannkynið. En ef við sleppum við slíkar hamfarir næstu milljónir ára þá blasir við að eftir um einn milljarð ára verða miklar hamfarir sem munu líklega eyða öllu súrefni hér á jörðinni og þar með er lífi hér sjálfkrafa lokið.

Lífið hér á jörðinni er þrautseigt og hefur gengið í gegnum margt á þeim 4 milljörðum ára sem eru liðin síðan það hófst. Síðan þá hafa stórir loftsteinar skollið á jörðinni en samt sem áður hélt lífið velli. Það sama á við um eldgos ofureldfjalla og aðrar stórar hamfarir. Það hefur legið nærri að allt lífi myndi deyja út en alltaf þraukaði það og hér erum við, mannkynið, og fjöldi annarra lífvera. En á endanum mun líf ekki geta þrifist hér lengur en það er svo sem óþarfi að fara að örvænta því það er nægur tími til stefnu til að finna aðra plánetu sem við getum sest að á.

Hvað varðar mannkynið þá erum við svolítið „brothætt“ þegar kemur að því að lifa af. Margar aðrar lífverur hér á jörðinni eru mun harðgerari og líklegri til að lifa miklar hörmungar af en við.

Loftsteinar

Þegar loftsteinn, á stærð við stórborg, skall niður í Mexíkóflóa fyrir 66 milljónum ára voru dagar risaeðlanna taldir sem og flestra annarra tegunda á þeim tíma. Þetta voru miklar hamfarir en kannski urðu þær okkur til láns því líklega væri mannkynið ekki til staðar ef þessi árekstur hefði ekki orðið. Að minnsta kosti værum við ekki hin ráðandi tegund ef risaeðlur væru hér enn.

Teikning af árekstri loftsteins við jörðina. Mynd/Teikning/NASA

Stórir loftsteinar lenda í árekstri við jörðina á um 100 milljón ára fresti samkvæmt því sem bandaríska geimferðastofnunin NASA segir. Litlir loftsteinar koma miklu oftar inn í gufuhvolfið en þeir brenna flestir upp og valda litlu sem engu tjóni. Þó eru talin vera til dæmi um að loftsteinar hafi orðið fólki að bana.

Í grein, sem birtist í Nature fyrir fjórum árum, kom fram að það þurfi mjög stóran loftstein til að gera út af við allt líf á jörðinni. Aðeins stærstu loftsteinar sólkerfisins, til dæmis Pallas og Vesta, eru þess megnugir.

Gammablossar

Gammablossar gætu gert út af við lífið hér ef slíkur atburður ætti sér stað í Vetrarbrautinni. Slíkur blossi, sem myndi skella á jörðinni, gæti staðið yfir í um 10 sekúndur en gæti á þeim tíma eyðilagt um helming ósonlagsins. Það myndi hafa hörmulegar afleiðingar á vistkerfið og gera út af við fjölda tegunda. Gammablossi myndi gera út af við líf í efri lögum sjávar en það leggur mikið af mörkum til framleiðslu súrefnis og lofthjúpsins. Gammablossi myndi einnig valda ísöld. Líklegt má telja að lífið myndi eiga undir högg að sækja ef til slíkra hamfara kemur.

Súrefnismagn

Í gegnum sögu jarðarinnar hefur súrefnismagnið farið upp og niður og ekki er talið útilokað að súrefnismagnið muni minnka aftur. Það myndi hafa mikil áhrif á lífið hér því við treystum auðvitað á súrefni til að geta dregið andann. Sumir vísindamenn hafa bent á að loftslagsbreytingarnar séu nú þegar farnar að hafa áhrif á súrefnismagnið í höfunum en það mun drepa sjávarlífverur.

Kýr þurfa súrefni eins og við.

En hvað sem öllu þessu líður þá mun allt líf væntanlega deyja eftir um einn milljarð ára vegna súrefnisskorts. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem var birt í Nature Geoscience í mars. Vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að eftir um einn milljarð ára muni virkni sólarinnar valda því að súrefnismagn í andrúmsloftinu muni minnka mikið. Það mun þýða endalok mannkyns og annarra dýra sem þarfnast súrefnis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í