Rannsóknir hafa sýnt að engifer er meðal þeirra efna sem gagnast best gegn bólgum í líkamanum.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt að engifer virkar gegn ógleði, hvort sem hún er vegna sjóveiki, bílveiki, óléttu eða lyfjameðferðar. Svo er auðvitað spurning hvort það virki gegn ógleði af völdum timburmanna!
Engifer styrkir ónæmiskerfið og veitir því aukið afl í baráttunni við veirur sem ráðast á líkamann, til dæmis kvefveirur.
Engifer getur linað gigtarverki. Rannsóknir hafa sýnt að það getur dregið úr stífleika og verkjum hjá fólki sem er með slitgigt í hnjám og mjöðmum og þannig bætt getu þess til að hreyfast.
Rannsóknir hafa leitt í ljóst að engifer dregur úr vöðvaverkjum eftir líkamsæfingar og enn og aftur er talið að engiferólið eigi hlut að máli.
Engifer gagnast best ef rótin er borðuð hrá. Það er til dæmis hægt að rífa hana og blanda í safa, skyr eða þeyting. En það er líka hægt að setja hana í sushi, súpur eða hakka hana fínt og setja yfir wokrétti. Hún hentar einnig vel til notkunar í marineringu á kjöti. Svo eru það auðvitað engiferskotin vinsælu. En rétt er að hafa í huga að virkni engifers minnkar um helming við það að sjóða það.