fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Home Alone húsið er til leigu á Airbnb

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 07:00

Þetta er stórglæsilegt hús. Mynd:Airbnb

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur hinnar klassísku Home Alone myndar geta nú svo sannarlega tekið gleði sína því húsið, sem McCallister fjölskyldan bjó í, er nú til leigu á Airbnb. En það er aðeins hægt að leigja það í eina nótt.

Sky News segir að Airbnb hafi tilkynnt að opnað verði fyrir skráningu þann 7. desember. Húsið er í Chicago. Leigunni verður stillt mjög í hóf en hún verður 25 dollarar fyrir nóttina og geta allt að fjórir gist í húsinu í einu. Leigutakar fá heimilisfangið upplýst þegar þeir ganga frá bókun. Aðeins er um eina nótt að ræða, þann 12. desember.

Húsið verður skreytt. Mynd:Airbnb

Á vefsíðu Airbnb  segir að það sé Buzz McCallister sem standi á bak við útleiguna. Margir muna eflaust eftir honum sem eldri bróður Kevin sem gleymdist heima þegar fjölskyldan fór í ferðalag um jólin.

Það ætti ekki að fara illa um fólk hér. Mynd:Airbnb

Hinir heppnu gestir fá fullskreytt hús, þeir mega setja upp gildrur, svona eins og gert var í myndinni, raunveruleg tarantúla verður til staðar og þeir fá að horfa á nýjustu myndina í Home Alone flokknum.

Það má setja upp gildrur. Mynd:Airbnb
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“