fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hefja rannsókn á flugi fljúgandi furðuhluta á bannsvæðum í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embættismenn hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu hafa tilkynnt að sérstakur rannsóknarhópur verði settur á laggirnar til að rannsaka tilkynningar um flug óþekktra hluta á bannsvæðum. Hópurinn mun rannsaka mál sem sérstök þörf þykir á að rannsaka og leggja mat á hugsanlegar ógnir sem stafa af flugi þessara hluta.

Í júní var birt skýrsla, sem var unnin af bandarískum leyniþjónustustofnunum, um fljúgandi furðuhluti en skýrslunnar hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Í henni var varað við að hugsanlega stafi þjóðaröryggi Bandaríkjanna ógn af fljúgandi furðuhlutum.

Yfirmenn úr hernum og frá leyniþjónustustofnunum munu stýra vinnu nýja rannsóknarhópsins sem nefnist „The Airborne Object Identification and Management Synchronization Group.

Hópurinn á að beina sjónum sínum að eyðum í getu leyniþjónustustofnana til að fylgjast með flugi óþekktra hluta og afla gagna um þá.

Fyrrgreind skýrsla var birt að kröfu þingmanna eftir að Bandaríkjaher hafði tilkynnt um fjölda tilvika þar sem óþekktir fljúgandi furðuhlutir höfðu sést á flugi. Fjallað er um 144 slík tilvik í skýrslunni og segist herinn aðeins geta skýrt eitt þeirra.

Varnarmálaráðuneytið, Pentagon, segir að „engar beinar vísbendingar“ hafi komið fram um að þetta hafi verið farartæki frá öðrum plánetum en en útilokar þó ekki að svo sé.

Ákveðnar skýringar voru settar fram í skýrslunni, þar á meðal að hugsanlega væri um háþróaða tækni annarra ríkja að ræða, til dæmis Rússlands eða Kína, eða að um náttúrufyrirbæri væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú