fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þetta eru algengustu einkenni COVID-19 hjá bólusettu fólki

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 07:00

COVID-19 sýni rannsökuð. Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Missir lyktar- og bragðskyns eru meðal algengustu sjúkdómseinkenna COVID-19. Bólusett fólk smitast miklu sjaldnar en óbólusett og sjúkdómseinkennin eru mun vægari hjá bólusettum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar stórrar breskrar rannsóknar. Allt frá því að heimsfaraldurinn skall á hefur COVID-19 Symptom Study safnað upplýsingum um Breta og faraldurinn.

Eftir að búið var að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sáu vísindamennirnir að breytingar urðu á sjúkdómseinkennum smitaðra, það er að segja hjá þeim sem eru bólusettir gegn kórónuveirunni. Mesti munurinn á einkennum bólusettra og óbólusettra er hnerri. „Gögnin okkar bendi til þess að það að fólk hnerri meira en venjulega geti verið einkenni COVID-19 en bara hjá bólusettu fólki,“ segja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina.

Talið er að bólusetning veiti 60-80% vörn gegn smiti, það eru því mun minni líkur á að bólusett fólk smitist af kórónuveirunni.

En ef bólusett fólk smitast og fær sjúkdómseinkenni þá minna þau á kvef samkvæmt niðurstöðum bresku rannsóknarinnar. Helstu einkennin eru nefrennsli, höfuðverkur, særindi í hálsi og hósti. Bólusett fólk missir líka lyktar- og bragðskyn en mun sjaldnar en óbólusettir.

Breska rannsóknin byggir á gögnum sem milljónir Breta sendu inn í gegnum sérstakt app. Þar skráði fólk öll hugsanleg sjúkdómseinkenni og hvort það hefði greinst með veiruna eða ekki. Flestir þeirra sem skráðu sjúkdómseinkenni og jákvæða niðurstöðu sýnatöku þurftu ekki að leggjast inn á sjúkrahús. Þeir urðu ekki svo veikir að þeir þyrftu þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“