fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Þetta eru algengustu einkenni COVID-19 hjá bólusettu fólki

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 07:00

COVID-19 sýni rannsökuð. Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Missir lyktar- og bragðskyns eru meðal algengustu sjúkdómseinkenna COVID-19. Bólusett fólk smitast miklu sjaldnar en óbólusett og sjúkdómseinkennin eru mun vægari hjá bólusettum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar stórrar breskrar rannsóknar. Allt frá því að heimsfaraldurinn skall á hefur COVID-19 Symptom Study safnað upplýsingum um Breta og faraldurinn.

Eftir að búið var að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sáu vísindamennirnir að breytingar urðu á sjúkdómseinkennum smitaðra, það er að segja hjá þeim sem eru bólusettir gegn kórónuveirunni. Mesti munurinn á einkennum bólusettra og óbólusettra er hnerri. „Gögnin okkar bendi til þess að það að fólk hnerri meira en venjulega geti verið einkenni COVID-19 en bara hjá bólusettu fólki,“ segja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina.

Talið er að bólusetning veiti 60-80% vörn gegn smiti, það eru því mun minni líkur á að bólusett fólk smitist af kórónuveirunni.

En ef bólusett fólk smitast og fær sjúkdómseinkenni þá minna þau á kvef samkvæmt niðurstöðum bresku rannsóknarinnar. Helstu einkennin eru nefrennsli, höfuðverkur, særindi í hálsi og hósti. Bólusett fólk missir líka lyktar- og bragðskyn en mun sjaldnar en óbólusettir.

Breska rannsóknin byggir á gögnum sem milljónir Breta sendu inn í gegnum sérstakt app. Þar skráði fólk öll hugsanleg sjúkdómseinkenni og hvort það hefði greinst með veiruna eða ekki. Flestir þeirra sem skráðu sjúkdómseinkenni og jákvæða niðurstöðu sýnatöku þurftu ekki að leggjast inn á sjúkrahús. Þeir urðu ekki svo veikir að þeir þyrftu þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár