fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Ótrúlegar fullyrðingar Trump voru ekki réttar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 19:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hafði rétt fyrir sér þegar hann hélt því fram að atkvæði látins fólks hefðu ratað í kjörkassana í forsetakosningunum 2020. En fjöldi slíkra atkvæða var hins vegar víðs fjarri því að vera jafnmikill og hann hélt fram. Hann sagði að atkvæði hefðu verið greidd fyrir 5.000 látna kjósendur í Georgíu en sá fjöldi er víðs fjarri því sem rétt er. Rétt er að fjögur slík atkvæði voru greidd.

Samkvæmt frétt The Guardian þá staðfestu embættismenn í Georgíu að atkvæði hafi verið greidd fyrir fjóra látna kjósendur í forsetakosningunum 2020.

Í öllum tilfellum voru það ættingjar hinna látnu sem greiddu atkvæði í þeirra nafni. Í einu tilfelli greiddi 74 ára ekkja atkvæði í nafni eiginmanns síns sem lést tveimur mánuðum fyrir kosningarnar. Donald Trump fékk atkvæðið. Lögmaður ekkjunnar segir að hún hafi vitað að eiginmaður hennar hafi viljað kjósa Repúblikana en sjálf er hún Demókrati. Hún viti núna að ólöglegt hafi verið að greiða atkvæði fyrir eiginmanninn.

En jafnvel þótt að Trump hefði haft rétt fyrir sér um fjölda atkvæða og þau hefðu öll fallið Joe Biden í hlut þá hefði það ekki breytt niðurstöðunni í Georgíu því Biden sigraði í ríkinu og fékk 12.000 fleiri atkvæði en Trump. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1992 sem frambjóðandi Demókrata sigraði í ríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi