Samkvæmt frétt The Guardian þá staðfestu embættismenn í Georgíu að atkvæði hafi verið greidd fyrir fjóra látna kjósendur í forsetakosningunum 2020.
Í öllum tilfellum voru það ættingjar hinna látnu sem greiddu atkvæði í þeirra nafni. Í einu tilfelli greiddi 74 ára ekkja atkvæði í nafni eiginmanns síns sem lést tveimur mánuðum fyrir kosningarnar. Donald Trump fékk atkvæðið. Lögmaður ekkjunnar segir að hún hafi vitað að eiginmaður hennar hafi viljað kjósa Repúblikana en sjálf er hún Demókrati. Hún viti núna að ólöglegt hafi verið að greiða atkvæði fyrir eiginmanninn.
En jafnvel þótt að Trump hefði haft rétt fyrir sér um fjölda atkvæða og þau hefðu öll fallið Joe Biden í hlut þá hefði það ekki breytt niðurstöðunni í Georgíu því Biden sigraði í ríkinu og fékk 12.000 fleiri atkvæði en Trump. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1992 sem frambjóðandi Demókrata sigraði í ríkinu.