fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ísbirnir laga sig að loftslagsbreytingunum – Magnað myndband af ísbirni að veiða hreindýr

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 15:30

Ísbjörninn að elta hreindýrið. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísbirnir eru þekktir fyrir að liggja í leyni við vakir á ísbreiðum og bíða þolinmóðir eftir að selir komi upp til að anda. Þá láta þeir til skara skríða og drepa þá og éta síðan. En vegna loftslagsbreytinganna verður sífellt minni hafís og það hefur þrengt að ísbjörnum varðandi selveiðar. En ekki er útilokað að ísbirnir séu farnir að laga sig að breyttum aðstæðum.

Að minnsta kosti hefur magnað myndband af ísbirni að veiða hreindýr vakið mikla athygli að undanförnu. Upptakan er sú fyrsta sinnar tegundar sem sýnir ísbjörn veiða hreindýr í sjó og draga í land.

Þetta gerðist í ágúst á síðasta ári þegar enginn hafís var við Svalbarða og því neyddist ísbjörninn til að finna sér eitthvað annað en seli til að éta en þeir eru uppistaðan í fæðu þeirra eða um 90% af henni.

Á upptökunni sést ungt kvendýr hrekja hreindýrið út í ískaldan sjóinn þar sem það nær hreindýrinu síðan, drekkir því og dregur í land. Það var hópur pólskra vísindamanna sem tók myndirnar og voru þeir mjög sáttir við að verða vitni að þessum atburði.

Izabela Kulaszewicz, líffræðingur við Gdansk háskóla, var meðal þeirra. Hún sagði i samtali við AFP að þetta hafi verið einstök upplifun.

Hún hefur í samstarfi við fleiri vísindamenn skrifað vísindagrein þar sem rök eru færð fyrir því að þessi atburður og aðrir, sem hafa sést, sanni að ísbirnir séu að læra að veiða hreindýr sér til matar. Á Svalbarða eru um 300 ísbirnir og um 20.000 hreindýr.

Frá 1925 hefur verið bannað að veiða hreindýr á Svalbarða og segja vísindamenn að þeim hafi því fjölgað mikið og það geti verið hluti af skýringunni á af hverju ísbirnir séu farnir að veiða hreindýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í