Jean Castex, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á fréttamannafundi á mánudaginn. Þingið verður að samþykkja þetta áður en hægt verður að gera þetta að skyldu. Ef þingið samþykkir frumvarp ríkisstjórnarinnar þá tekur það gildi 15. janúar.
Castex sagði einnig að refsingar verði þyngdar fyrir að falsa bólusetningarvottorð. Nú eru tugir þúsunda falsaðra bólusetningarvottorða í umferð í landinu að hans sögn.
Hann sagði einnig að framvegis verði fólki hugsanlega gert skylt að nota andlitsgrímur utanhúss í borgum og bæjum landsins. Það verði á valdi bæjar- og borgarstjórna að ákveða það. Einnig verður bannað að neyta matar og drykkjar í kvikmyndahúsum og opinberum göngutækjum.
Fjöldi smita er nú í hæstu hæðum í Frakklandi og hafa þau ekki verið fleiri síðan faraldurinn skall á fyrir tæpum tveimur árum.
Ríkisstjórnin ætlar nú að bjóða fólki upp á örvunarskammt af bóluefni gegn veirunni þegar þrír mánuðir eru liðnir frá því að það fékk skammt númer tvö.