fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Þrír bræður myrtir á átta árum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. desember 2021 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá fyrsti var myrtur 2013, sá næsti 2017 og sá þriðji í síðustu viku. Hann var skotinn til bana í gestamóttöku hótels í miðborg Stokkhólms fyrir framan fjölda vitna.

Morðið hefur enn einu sinni hrist upp í sænsku þjóðinni sem er þó orðin ýmsu vön þegar kemur að skotárásum og morðum en slíkir atburðir hafa verið ansi algengir síðustu árin. Í flestum tilfellum eru skotárásirnar og morðin tengd átökum glæpagengja.

Sá sem var myrtur í síðustu viku var 34 ára og er talinn hafa verið leiðtogi glæpagengis sem hefur árum saman átt í blóðugum átökum við annað glæpagengi í Stokkhólmi. Hann var þriðji bróðirinn sem var myrtur á átta árum. Fjórði bróðirinn afplánar nú fangelsisdóm og hefur því hugsanlega sloppið við byssukúlur vegna þess.

Maðurinn var skotinn skömmu fyrir hádegi þegar hann var nýkominn í lyftu niður í gestamóttöku Best Western Hotel Fridhemsplan á Kungsholmen. Expressen hefur eftir sjónarvottum að morðinginn hafi beðið sallarólegur í horni í gestamóttökunni. Hafi setið þar með fartölvu í kjöltunni og poka sér við hlið, í honum var morðvopnið. Þegar maðurinn steig út úr lyftunni, stóð morðinginn upp, gekk að honum skaut hann mörgum skotum. Hann fór síðan út úr gestamóttökunni og flúði á brott á rafmagnshlaupahjóli sem hafði verið komið fyrir utan við hótelið.

Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um hversu kaldrifjaður morðinginn var því lögreglustöð er í aðeins nokkurra hundruð metra fjarlægð frá hótelinu.

Hinn myrti er talinn hafa verið leiðtogi hins svokallað Österbergagengis sem er úr suðurhluta Stokkhólms. Nokkrir tugir manna eru taldir vera í þessu glæpagengi. Gengið er sagt hafa verið umfangsmikið í fíkniefnaviðskiptum, svikum af ýmsum tagi og fjárkúgunum. Það hefur árum saman átt í deildum og átökum við annað glæpagengi í Stokkhólmi.

Hinn myrti var fyrir nokkrum árum grunaður um morð á félaga í hinu glæpagenginu og sat í gæsluvarðhaldi um hríð en var sýknaður af ákæru um aðild að morðinu. Bróðir hans afplánar nú sjö ára fangelsisdóm fyrir morðtilraun en hann skaut á nokkra félaga í hinu glæpagenginu en það heitir Bredängsgengið. Sænskir fjölmiðlar segja að gengin hafi lent upp á kant við hvort annað fyrir nokkrum árum vegna þjófnaðar á kókaíni. Þessar deilur hafa síðan þróast yfir í skotárásir og morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“