Vísindamenn hafa lengi velt því fyrir sér af hverju blanda af vetni og köfnunarefni er í gufuhvolfinu en það uppgötvaðist á áttunda áratug síðustu aldar. Nú gætu þeir verið búnir að finna svarið.
Hér á jörðinni verður ammoníak til sem afgangsefni frá lífverum sem lifa í vatni og sjó. Því telja sumir vísindamenn að hugsanlega sé einhver lífsform að finna á Venusi.
Það voru vísindamenn við Cardiff University, MIT og Cambridge University sem rannsökuðu hvort líf gæti hugsanlega þrifist á plánetunni.
Áður var talið að ekkert líf gæti þrifist á Venus því þar er gríðarlega heitt og mikil sýra í loftinu. Eina möguleikinn á lífi væri að örverur væru í gufuhvolfinu.
Eftir að hafa beint sjónum sínum að ammoníakinu í efri lögum gufuhvolfsins settu vísindamennirnir fram ákveðna kenningu. Hún gengur út á að ammoníakið hafi tæknilega séð hrundið af stað ákveðnum efnaviðbrögðum sem lækka sýrugildið í skýjunum niður í núll, sem er samt sem áður mjög hátt gildi. Ef það er núll þá gæti líf þrifist. The Independent skýrir frá þessu.