fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Pressan

Fundu fyrstu alvöru þúsundfætluna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. desember 2021 22:00

Þúsundfætla af minni gerðinni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskir vísindamenn fundu nýlega fyrstu raunverulegu þúsundfætluna. Þessi föla þúsundfætla er með rúmlega 1.300 fætur en ekki er vitað um neitt annað dýr sem er með svo marga fætur. Nokkur dýr af þessari tegund fundust á tæplega 60 metra dýpi í holu á þekktu námusvæði í vesturhluta Ástralíu.

Þúsundfætlur hafa lengi verið þekktar en þrátt fyrir nafnið þá hafa þær tegundir, sem voru þekktar fram að þessu, ekki verið með 1.000 fætur. Aldrei áður höfðu fundist þúsundfætlur með meira en 750 fætur.

Þessi nýja tegund hefur fengið heitið Eumillipes Persephone en hún hefur nú endanlega staðfest að það er ekki rangnefni að nefna dýr af þessari tegund þúsundfætlur. Eumillipes þýðir „ekta þúsundfætla“ en Persephone er vísun í enska nafnið á drottningu undirheimanna í grískri goðafræði.

Tegundin er ekki með nein augu eða lit eins og svo algengt er um dýr sem lifa á svo miklu dýpi. Dýrin geta orðið 95 millimetrar að lengd og 0,95 millimetrar á breidd.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Scientific Reports. Þar kemur fram að kvendýrin séu með fleiri fætur en karldýrin. Eitt kvendýr var með 1.306 fætur og annað með 998. Eitt karldýr var með 818 fætur og annað með 778.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn