fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Franska forsetafrúin berst gegn rætnum kjaftasögum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. desember 2021 13:30

Brigitte og Emmanuel Macron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskir stjórnmálamenn óttast að kosningabaráttan fyrir næstu forsetakosningar verði lituð af illgjörnum kjaftasögum og falsfréttum eins og var raunin í bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári.

Dögum saman hafa kjaftasögur um frönsku forsetafrúna, Brigitte Macron, verið áberandi á samfélagsmiðlum. Þær ganga aðallega út á að hún eigi sér stórt leyndarmál. Það sé að hún sé transkona og hafi áður verið karlmaður og heitið Jean-Michel Trogneux.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar sögur fara á kreik um forsetafrú því Michelle Obama, eiginkona Barack Obama Bandaríkjaforseta, varð fyrir svipuðum árásum á fyrstu árum sínum sem forsetafrú. Hún var sögð vera transkona.

Í kosningabaráttunni 2017 gengu sögur um að Emmanuel Macron, forseti, væri samkynhneigður og nú er röðin greinilega komin að eiginkonu hans. Hún er 68 ára, á þrjú börn og tvö barnabörn. Hún hefur ekki tekið þessum kjaftasögum vel og hefur snúið sér til lögreglunnar og krafist þess að upphafsmönnunum verði refsað. Þetta gerði hún líklega í þeirri von að hægt sé að koma í veg fyrir að kosningabaráttan verði dregin niður í sama svað og gerðist í tveimur síðustu bandarísku forsetakosningum.  QAnon, sem er samsæriskenningahreyfing, beitti sér mjög gegn Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, 2016 og sagði hana vera leiðtoga barnaníðingshrings sem lokaði börn inni á pitsastaðnum Comet Ping Pong í Washington og að meðlimir þessa barnaníðingshrings væru valdamiklir aðilar um allan heim sem stefni á heimsyfirráð.

Svipaðar samsæriskenningar voru settar fram um Joe Biden í kosningabaráttunni á síðasta ári en þær fengu ekki sömu athygli og 2016.

QAnon hefur nú náð til Evrópu og þar með Frakklands sem er þekkt fyrir fjölda áberandi samsæriskenningasmiða.

Dagblaðið Libération segir að kjaftasögurnar um Brigitte Macron hafi verið settar af stað af konu að nafni Natacha Rey. Hún er áberandi á spjallrásum öfgahægrimanna og í haust skrifaði hún grein um forsetafrúna á bloggsíðunni Faits & Documents sem er í eigu Alain Soral sem var sektaður í haust fyrir að neita því að Helförin hafi átt sér stað.

Greinin var tekin upp á arma bloggsíðunnar Profession Gendarme í október en hún gerir út á klikkaðar samsæriskenningar, allt frá sögum um að nornanámskeið séu í boði í skólum í Kaliforníu til kenninga um hvernig gyðingar voru „fundnir upp“. Á síðunni er sögunum um Brigitte Macron einnig gefið gott rými. Þær fengu þó fyrst byr undir báða bóga eftir YouTube-viðtal við Natacha Rey þann 10. desember. Í kjölfarið hafa netnotendur á meðal öfgahægrimanna verið iðnir við að nota myllumerkið #JeanMichelTrogneux, það hafa einnig liðsmenn gulu vestanna gert, þeir sem eru mótfallnir bólusetningum og aðrir andstæðingar forsetans.

Þessir orðrómar eru þó svo fáránlegir að DéQodeurs, franska útgáfan af QAnon, hefur bannað félögum sínum að dreifa þeim því þetta sé gildra sem hafi verið sett upp til að sýna hreyfinguna í slæmu ljósi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú