fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Pressan

Tímamótauppgötvun á Mars

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. desember 2021 11:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ekki svo löngu var algjörlega óvíst hvort vatn væri að finna á Mars en með hverri nýrri uppgötvuninni á fætur annarri virðist sem þessi nágrannapláneta okkar verði sífellt votari.

Evrópska geimferðastofnunin, ESA, tilkynnti nýlega að hún hefði í samvinnu við Rússnesku geimferðastofnunina, Roscosmos, fundið „töluvert“ magn af vatni í jörðu í Valles Marineris sem er risastórt gljúfur, Grand Canyon Mars má kannski segja. Videnskab skýrir frá þessu.

„Við uppgötvuðum að miðhluti Valles Marineris er stútfullur af vatni, miklu meira en við áttum von á,“ er haft eftir Alxey Malakhov, hjá Roscosmos, í fréttatilkynningu. Fram kemur að svæðið minni mjög á sífrerasvæði á jörðinni þar sem vatn/ís er varanlega undir yfirborðinu vegna kuldans.

Talið er að hugsanlega sé fjöldi slíkra staða á Mars en þeir verða mjög mikilvægir ef við mennirnir látum verða af því að taka okkur búsetu á plánetunni.

Fram að þessu höfum við ekki haft verkfæri til að finna þessa neðanjarðarvatnsgeyma en frá 2018 hefur gervihnötturinn ExoMars Trace Gas Orbiter, TGO, verið á braut um Mars og gert vísindamönnum kleift að skoða niður á allt að eins metra dýpi undir yfirborðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þrír bræður fóru til föður síns og sneru aldrei til baka – Snara, minnismiði og biblía fannst á heimili hans

Þrír bræður fóru til föður síns og sneru aldrei til baka – Snara, minnismiði og biblía fannst á heimili hans
Pressan
Í gær

Forstjóri segist alltaf spyrja þessara spurninga í atvinnuviðtali – Mikilvægari en ferilskrá

Forstjóri segist alltaf spyrja þessara spurninga í atvinnuviðtali – Mikilvægari en ferilskrá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vita hver birti svakalegt myndband af Trump og Musk – Hefur afleiðingar fyrir viðkomandi

Vita hver birti svakalegt myndband af Trump og Musk – Hefur afleiðingar fyrir viðkomandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy Jr dregur í land og segir að mislingafaraldurinn sé „forgangsverkefni“

Kennedy Jr dregur í land og segir að mislingafaraldurinn sé „forgangsverkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk venjuleg sjúkdómseinkenni – Síðan kom ótrúleg staðreynd í ljós

Fékk venjuleg sjúkdómseinkenni – Síðan kom ótrúleg staðreynd í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum